Komast ekki heim með barn staðgöngumóður 18. desember 2010 08:00 Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. Myndin er úr safni. „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira