Útilokar ekki frekari uppsagnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. ágúst 2010 11:51 Staða Orkuveitu Reykjavíkur er krítísk. Mynd/ Róbert. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11
Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35
Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00