Húsnæðislánum breytt með löggjöf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2010 17:21 Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10
Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12