Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2010 17:33 Aron gat verið ánægður með strákana sína í dag. Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir. Olís-deild karla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Það var aðeins eitt lið tilbúið í slaginn í dag og það voru Haukar. Leiddir af stórskyttunni Sigurbergi Sveinssyni keyrðu þeir HK í kaf strax í upphafi. Sigurbergur skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en fyrsta mark HK kom ekki fyrr en eftir rúmar 6 mínútur. Annað markið kom eftir rúmar 16 mínútur. Þá höfðu Haukar komist i 8-1 og þeir litu aldrei til baka eftir það. Andleysi HK-manna í upphafi leiks var með hreinum ólíkindum. Það var ekki hægt að sjá að þetta lið væri mætt til þess að berjast um sæti í Höllinni. Stemningin minnti meira á æfingu á jóladag sem enginn nennir að taka þátt í. HK-menn vöknuðu allt of seint og þessar hræðilegu 15 mínútur dugðu Haukum til sigurs. HK minnkaði muninn í 5 mörk fyrir hlé en nær komst liðið aldrei. Sigurbergur frábær á upphafskaflanum og skoraði síðan mikilvæg mörk í síðari hálfleik. Hann eyðilagði samt tölfræðina hjá sér með sex lélegum skotum undir lokin sem öll klikkuðu. Birkir Ívar magnaður í markinu og vörnin fyrir framan hann stórkostleg. Haukavörnin klippti algjörlega á skyttur HK-liðsins sem náðu vart almennilegu skoti á markið. HK-menn voru lengstum ráðalausir gegn þessari vörn. Sveinbjörn Pétursson markvörður var eini maðurinn með meðvitund hjá HK í leiknum. Skilaði sínu og rúmlega það en aðrir leikmenn þurfa að slá sjálfa sig utan undir fyrir þessa hræðilegu frammistöðu í leiknum. Haukar-HK 26-20 (13-8) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/1 (17/2), Elías Már Halldórsson 5 (9), Björgvin Hólmgeirsson 5 (12), Freyr Brynjarsson 3 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4/1), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (2), Jónatan Jónsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (37/2) 46%. Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 3, Elías 2, Björgvin, Guðmundur). Fiskuð víti: 4 (Pétur, Gunnar Berg, Sigurbergur, Freyr). Utan vallar: 4 mín. Mörk HK (skot): Sverrir Hermannsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 4/2 (6/2), Bjarki Már Elísson 2 (3), Valdimar Þórsson 2 (9), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hákon Bridde 1 (3), Atli Ævar Ingólfsson 1 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (1), Brynjar Hreggviðsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/3 (47/4) 45%. Hraðaupphlaup: 6 (Hákon, Vilhelm, Valdimar, Sverrir, Brynjar, Ragnar). Fiskuð víti: 2 (Ólafur Víðir, Brynjar). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson & Jónas Elíasson, flottir.
Olís-deild karla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira