Innlent

Ætla að fara yfir Magma-málið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu.

Fundi ráðherra og þingflokksformanna stjórnarflokkanna um Magma málið lauk nú fyrir stundu. Ákveðið var að farið yrði yfir málið, en fundarmenn vildu lítið tjá sig um það við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, tóku þátt í fundinum um síma. Þarna voru líka Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu og Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna.

Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa sagst munu hverfa frá stuðningi við ríkisstjórnina takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS orku.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar, ekki hafa neinar áhyggur af stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir þær yfirlýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×