Lífið

Frasier skilur í þriðja sinn

Svo virðist sem orðatiltækið eigi ekki við í þessu tilviki.
Svo virðist sem orðatiltækið eigi ekki við í þessu tilviki.

Camilla Grammer sem er þriðja eiginkona leikarans Kelsey Grammer, sem er betur þekktur sem Frasier, hefur nú sótt um skilnað. Þrátt fyrir að vera þriðja hjónaband leikarans virðist það ekki ætla að ganga upp líkt og orðatiltækið segir.

Camilla fer fram á sameiginlegt löglegt forræði yfir börnunum þeirra tveimur. Jafnframt fer hún fram á það að aðalheimili barnanna verði hjá henni.

Camilla og Kelsey hafa verið gift síðan 1997. Hún segir óleysan­legan ágreining vera ástæðu skilnaðarins. Að auki fer hún bæði fram á maka- og barna­meðlag frá leikaranum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.