Í frétt um málið á BBC segir að þessi mynt hafi verið slegin árið 2008 en það er fyrst núna sem þessi mistök komust í hámæli. Myntin er orðin að safngrip í landinu og hugsa margir Chilebúar sér gott til glóðarinnar á næstu árum með að selja myntir þessar til safnara.
Fyrir utan Iniquez voru fleiri starfsmenn myntsláttunnar reknir úr starfi. Þetta eru nefnilega ekki fyrstu neyðarlegu mistökin sem myntsláttan hefur gerst sek um á liðnum árum. Sem dæmi má nefna að í fyrra seldi starfsmaður sjaldgæfa mynt til safnara úr safni myntsláttunnar. Mánuði síðar var önnur mynt úr safninu sett á uppboð fyrir slysni.
Síðustu mistökin hafa fengið marga Chile-búa til að brosa um leið og þeir setja gallaðar 50 pesó myntir til hliðar til að selja síðar.