Viðskipti erlent

RBS tapar milljörðum en greiðir samt út bónusa

Breski bankinn Royal Bank of Scotland tilkynnti í morgun um tap á rekstri bankans á síðasta ári þrátt fyrir að bónusar til starfsfólks hafi numið 1,3 milljörðum punda árið 2009, eða 258 milljörðum íslenskra króna.

Tapið fyrir árið 2009 nemur um 3,6 milljörðum punda, eða 716 milljörðum íslenskra króna en árið 2008 nam tapið 24 milljörðum punda. 84 prósent bankans eru í eigu almennings eftir að breska ríkisstjórnin dældi milljörðum punda inn í bankann í fjármálakrísunni.

Bónusarnir hafa valdið deilum í Bretlandi en yfirvöld eru sögð hafa samþykkt þá. Bónusgreiðslurnar eru þó sagðar mun lægri en hjá sambærilegum bönkum á borð við Barclays og Deutsche bank.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×