Íslenski boltinn

Fimm hjá Brössum í síðasta leik fyrir HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Julio Cesar.
Julio Cesar. GettyImages
Robinho og Ramiers skoruðu báðir tvennur í síðasta leik Brasilíu fyrir HM. Þar vann þjóðin 5-1 sigur á Tansaníu.

Dunga notaði alla leikmenn sína en eðlilega voru ekki allir á 100% tempói allan tímann.

Kaká skoraði svo fimmta mark Brasilíu.

Julio Cesar á við smávægileg meiðsli að stríða en þetta var fyrsti leikur sem hann spilar ekki í síðustu 26 leikjum Brasilíu. Heurelho Gomes byrjaði leikinn í dag en Doni spilaði seinni hálfleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×