Innlent

Veltir fyrir sér að loka Bláfjöllum

Valur Grettisson skrifar
Jón Gnarr í strætó. Myndin er úr safni.
Jón Gnarr í strætó. Myndin er úr safni.

Ýmsar sparnaðarleiðir eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða króna gat hjá borginni en fjárlagagerð stendur nú yfir og stendur til að ljúka henni fyrir jól.

Meðal sparnaðarhugmynda sem fram komu í viðtali við Jón Gnarr í Kastljósi í kvöld var að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í tvö ár.

„Þá myndu 87 milljónir sparast," sagði Jón Gnarr borgarstjóri um þann pening sem myndu sparast yrði sú hugmynd að veruleika. Þegar þáttarstjórnandinn spurði hvort það væri á teikniborðinu að loka Bláfjöllum svaraði Jón ekki spurningunni.

Hann spurði einfaldlega á móti hvort það væri eitthvað sem væri hægt að sættast á, að borgarbúar myndu sleppa því að fara á skíði í tvö ár til þess að hlífa öðrum miklvægum póstum.

„Einhverju sem er hugsanlega miklvægara," útskýrði Jón.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost

„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×