Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa 28. júní 2010 19:06 Hlaup í Skaftá. Myndin var tekin í dag. Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan. Hlaup í Skaftá Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira