Landeyjahöfn verður vígð síðdegis í dag.
Ferðatíminn á sjó milli lands og Eyja styttist verulega, úr tæpum þremur klukkustundum í rúmar 30 mínútur og samtals styttast því sigling og akstur til Reykjavíkur úr fjórum klukkustundum í tvær og hálfa klukkustund, segir í fréttatilkynningu.
Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laugardagskvöld en ferðin var hugsuð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri.
Höfnin verður tvímælalaust lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Eyjum og mun ýta undir aukna samvinnu í atvinnu- og félagslífi milli Eyjamanna og íbúa á Suðurlandi, segir í fréttatilkynningu.