Sport

Ragnheiður með nýjan samning og nýja bloggsíðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS og Ragnheiður Ragnarsdóttir handsala samninginn eftir undirritun.
Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS og Ragnheiður Ragnarsdóttir handsala samninginn eftir undirritun.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, skrifaði á dögunum undir nýjan samstarfs- og styrktarsamning við VÍS. Samingurinn tryggir að Ragnheiður getur tekið þátt í fjármögnun verkefna um allan heim en hún stefnir á Evrópumeistaramót í nóvember í Hollandi og Heimsmeistaramót í Dubai í desember. Langtímamarkmið Ragnheiðar er hins vegar Olympíuleikarnir í London 2012.

Ragnheiður er líka búin að stofna bloggsíðu þar sem hún bloggar um allt milli himins og jarðar sem við kemur sundinu, heilbrigðum lífsstíl, forvörnum, mataræði og hvernig hún hyggst ná markmiðum sínum.

Samningurinn tekur á ýmsu, m.a. beinum fjárstuðningi í nauðsynleg verkefni ásamt sérsniðnum tryggingum sem ná m.a. til æfinga og keppni í sundi.

Ragnheiður mun halda fyrirlestra fyrir börn og unglinga í samvinnu við VÍS um hugarfar afreksmanna og leiðir til að ná árangri og njóta sín sem best í íþróttum.

Ragnheiður mun halda úti sérstakri bloggsíðu eða dagbók þar sem fram kemur hvað hún er að fást við hverju sinni.

Þá mun Ragnheður og Sunddeild KR í samstarfi við fleiri aðila stefna að Gámasundmóti sem haldið verður hérlendis en Ragnheiður á óstaðfest heimsmet í 50m sundi með frjálsri aðferð í fimm metra laug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×