Fótbolti

Markalaust hjá Portúgal og Fílabeinsströndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo komst ekki mikið áleiðis í fyrsta leiknum hans á HM.
Cristiano Ronaldo komst ekki mikið áleiðis í fyrsta leiknum hans á HM. Mynd/AP
Portúgal og Fílabeinsströndin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leiknum í "dauðariðlinum" og í enn einum leiknum sem veldur miklum vonbrigðum á HM í Suður-Afríku. Þetta var einn af leikjunum sem áttu að kveikja í keppninni en uppskeran var bragðdaufur leikur með fáum marktækifærum.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo komst lítið áleiðis í leiknum en portúgalska liðið skapaði lítið þrátt fyrir að vera meira með boltann. Ronaldo var þó nálægt því að skora eftir aðeins tíu mínútna leik en frábært skot hans af rúmlega 25 metra fór í stöngina.

Didier Drogba kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og minnti á sig þegar Fílabeinsströndin pressaði nokkuð undir lokin. Drogba fékk eitt besta færi leiksins þegar hann slapp inn í teig eftir laglegt spil en ákvað að gefa boltann fyrir í stað þess að skjóta úr þröngu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×