Þetta kemur fram í frétt á BBC um málið. Um helgina láku út upplýsingar um að Þjóðverjar myndu þrátt fyrir allt koma Grikklandi til aðstoðar með lánveitingu ásamt öðrum ESB þjóðum. Upphæðin liggi á bilinu 20 til 25 milljarðar evra eða allt að 4.400 milljarða kr. Mun um 20% hennar kom frá Þýskalandi.
Þessar fregnir leiddu til þess að evran hefur verið að styrkjast töluvert gagnvart dollar í morgun og sú veiking dollarsins hefur aftur leitt til þess að olíuverðið hefur hækkað.