Innlent

Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum

Valur Grettisson skrifar

Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft.

Flestar fornminjarnar raskast vegna framkvæmda við álver á Bakka og þarf að ráðast í fornleifauppgröft á bæjarstæðinu, á hugsanlegurm kirkjugarði og á nokkurm dysjum áður en þar verður ráðist í framkvæmdir.

Í skýrslunni er athygli vakin á því að fornleifauppgröftur kann að vera tímafrekur og því þarf að hefjast handa tímanlega við þær rannsóknir sem

Fornleifavernd ríksins gerir kröfur um.

Það er mat Skipulagsstofnunar að í ljósi þess hve margar fornleifar munu skerðast varanlega og óafturkræft verði heildaráhrif framkvæmdanna fjögurra á fornleifar verulega neikvæð.

Þá segir í skýrslunni að það sé ótvírætt að 38 fornminjar munu verða fyrir varanlegu raski.


Tengdar fréttir

Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×