Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur Valur Grettisson skrifar 25. nóvember 2010 14:24 Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Myndin er úr safni. „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar. Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar.
Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19