Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag hinn 22 ára gamla Ívar Anton Jóhansson í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum barnungum stúlkum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu klámefni og auðgunarbrot.
Maðurinn kynntist fórnarlömbum sínum á Facebook samskiptasíðunni. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða stúlkunum fjórum miskabætur, samtals að upphæði 3,5 milljónir króna. Einni stúlkunni greiðir hann 1,5 milljónir króna, annari 800 þúsund og hinum tveimur 600 þúsund.
Í byrjun desember barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kæra frá foreldrum vegna samskipta mannsins við dóttur þeirra. Hann var þá handtekinn og yfirheyrður en sleppt að því búnu.
Á næstu tveimur vikum höfðu svo foreldrar tveggja stúlkna til viðbótar samband við lögreglu vegna samskipta mannsins við dætur þeirra á Facebook og kærðu athæfi hans. Þá var hann handtekinn og hefur verið í varðhaldi síðan.