Innlent

Mælingar segja ekkert strax

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að slá því föstu strax að kaflinn, sem nú er að ljúka, sé sá síðasti í eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að slá því föstu strax að kaflinn, sem nú er að ljúka, sé sá síðasti í eldgosinu í Eyjafjallajökli.

„Ennþá er ekki alveg ljóst hvort kvikuaðstreymið hafi núna haldið áfram að neðan, og fjallið þá þanist út, og það er það sem skiptir sköpum í því hvort framhald verður á þessari sögu eða ekki. Slíkt kemur ekki í ljós fyrr en næstu daga, og það gætið tekið viku og upp í tíu daga að afskrifa þessa atburðarás,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.

Páll segir gosið vera framhaldssögu í mörgum köflum og þótt þetta séu lokin á einum kafla, sé enn spurning hvort þessi kafli sé í miðjunni, byrjun, eða endi þessarar gossögu í Eyjafjallajökli.

„Fyrsti kaflinn var árið 1944 með fyrsta atburðinum í þessari sögu, kvikuinnskoti í rótum eldstöðvarinnar, og kaflarnir gengu svona koll af kolli, og eru komnir út í þetta gos núna. Ferlið er það hægt núna að það mun ekkert mælast fyrr en eftir dálítinn tíma. Ef aðstreymið er hætt er sögunni lokið en ef það er ekki hætt þá eru þetta lokin á þessum kafla en fleiri kafla að vænta. Þegar gosið á Fimmvörðuhálsi hætti voru sams konar tímamót, þar sem jarðfræðingur voru að bíða eftir því að geta gengið úr skugga um að að kvikuaðstreymi væri hætt samkvæmt mælingum. Og þá varð eldgosið á undan mælunum. Þannig er of snemmt að afskrifa þessa atburðarás, hún gæti verið í fullum gangi ennþá.“

- jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×