Handbolti

Halldór Ingólfsson: Enginn handbolti hjá okkur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gróttumenn gátu ekkert í kvöld.
Gróttumenn gátu ekkert í kvöld. Fréttablaðið
Gróttumenn voru ekki upplitsdjarfir eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld. Kannski ekki skrýtið þar sem liði spilaði ömurlegan handbolta og átti ekkert skilið annað en fjórtán marka rassskellinguna sem það fékk.

„Þetta var enginn leikur að okkar hálfu. Við mættum ekki tilbúnir til leiks og vorum ekki að spila alvöru handbolta," sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu sem segir að Akureyri hafi ekki komið sér neitt á óvart.

„Nei, við mættum bara ekki hérna. Það er ekki mikið meira um það að segja."

Jón Karl Björnsson kallaði leikinn þann lélegasta sem hann hefur tekið þátt í á löngum ferli. „Já ég er ekki frá því að það sé eins hjá mér. Eins og ég segi, þetta var enginn handbolti að okkar hálfu."

Halldór átti engin svör við af hverju liðið var svona lélegt. „Nei. Ég veit ekki hvort að við séum að hugsa um bikarleikinn og að við séum að gleyma því að spila í deildinni," sagði Halldór.

„Ég þarf að leita mjög lengi að jákvæðum punkti úr þessum leik. Gísli var reyndar góður í markinu, það er vonandi að það sé komið til að vera. Ég ætla rétt að vona að það verði ekki erfitt að rífa sig upp því neðar getum við ekki farið. Ég er alls ekki sáttur með þennan leik," sagði hinn spilandi þjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×