Fótbolti

Þjóðverjar og Serbar mega ekki æfa á keppnisvellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er engin rigning í búðum Þjóðverja.
Það er engin rigning í búðum Þjóðverja. Mynd/AFP
"Vetrarveðrið" í Suður-Afríku er að hafa mikinn áhrif á undirbúning Þjóðverja og Serba fyrir leik þeirra í Port Elizabeth á föstudaginn. Það hefur rignt svo mikið undanfarna tvo daga að völlurinn myndi ekki þola þessar æfingar.

Þýska knattspyrnusambandið sagði að FIFA hefði tilkynnt báðum þjóðum að þær mættu ekki æfa á vellinum kvöldið fyrir leikinn þar sem að grasið á Nelson Mandela Bay leikvanginum væri það viðkvæmt.

Þjóðverjar breyttu í kjölfarið dagskrá sinni og seinkuðu för sinni frá Pretoria þar sem þýska liðið hefur aðstöðu á meðan keppninni stendur. Þýska liðið mun því halda lokaæfingu sína fyrir leikinn í Pretoria áður en flogið verður með liðið til Port Elizabeth annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×