Fótbolti

Löw: Getum enn bætt okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw í leiknum í kvöld.
Joachim Löw í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Joachim Löw varaði við því að Þjóðverjar fyllist of mikilli bjartsýni þrátt fyrir 4-0 sigur á Ástralíu á HM í Suður-Afríku í dag.

„Þetta var mjög mikilvægt því við fengum mikið sjálfstraust með þessum sigri," sagði landsliðsþjálfarinn Löw eftir leikinn í dag.

„Við vonum að við komumst í 16-liða úrslitin með því að vinna einn leik til viðbtóar. Allir leikmenn eru mjög einbeittir. Við gerðum margt rétt í dag en þetta var bara byrjunin."

„Við getum enn bætt okkur. Vörnin var frábær, strákarnir stóðu sig mjög vel og ég var ánægður með skyndisóknirnar okkar."

„En mér fannst ekki ganga nógu vel að loka svæðinu á milli miðju og varnar. Við getum unnið í því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×