Handbolti

Aron: Fáum góðan ferðadag á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar sáttur við sigur sinna manna á HK í kvöld enda halda Haukar í kjölfarið kátir til Spánar í fyrramálið þar sem þeir eiga fyrir höndum leik í Evrópukeppninni.

„Við fáum miklu betri ferðadag á morgun. Liðsstjórinn er þegar byrjaður að reka menn úr fötunum svo hann geti byrjað að þvo og pakka fyrir ferðina," sagði Aron kátur.

Aron sagði það sérstaklega ánægjulegt að hafa unnið leikinn þar sem hafi vantað lykilmenn eins og Birki Ívar og Gunnar Berg í liðið í kvöld.

„Þetta var virkilega góður sigur hjá okkur fannst mér. Við áttum í miklum vandræðum með Valdimar og Atla á línunni. Vörnin lagaðist svo og Aron fór að verja í markinu. Ég er mjög ánægður með að hafa lagt HK af velli í annað sinn á skömmum tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×