Lífið

Þúsund manns á Hljóðnemanum

Sigfús J. Árnason skrifar
Eyrún Ösp fer fyrir hönd FS-inga til Akureyrar 10. apríl.
Eyrún Ösp fer fyrir hönd FS-inga til Akureyrar 10. apríl.
Eyrún Ösp Ottósdóttir, 17 ára Grindavíkurmær, sigraði söngkeppni NFS - Hljóðnemann. Hún söng lagið Hear you me með Jimmy Eat World og var henni til aðstoðar Bjarki Már Viðarsson.

Keppnin var glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en búið var að breyta sal skólans í flottan tónleikasal með tilheyrandi ljósa-róbótum, reykvélum, drapperingum, hátölurum, rauðum dregli og risaskjá sem sýndi stemninguna í „græna herberginu“ þar sem keppendurnir voru.

Bergur Ebbi og Dóri DNA voru kynnar kvöldsins. Í dómarahléinu sýndu þeir okkur brot af því sem þeir gera best, en eins og kunnugt er, eru þeir í uppistandarahópnum Mið-Íslandi. Troðið var út úr dyrum, en yfir 1000 miðar voru seldir við hurðina.

Myndbrot frá keppninni má sjá í næsta skólaþætti NFS, Hnísunni, en hann verður sýndur í lok febrúar.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.