Innlent

Sigurður Einarsson: Góð samvinna milli manna

Sigurður hefur verið eftirlýstur í rúma þrjá mánuði. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara klukkan níu í morgun.
Sigurður hefur verið eftirlýstur í rúma þrjá mánuði. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara klukkan níu í morgun. Mynd/Boði
Hlé hefur verið gert á yfirheyrslu sérstaks saksóknara yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, sem hófst í morgun. Um er að ræða um klukkustundarlangt hádegishlé. Þegar Sigurður yfirgaf húsnæði embættis sérstaks saksóknara ásamt lögmanni sínum vildi hann lítið ræða við fjölmiðla. Sigurður sagði þó að góð samvinna væri milli manna. Hann vildi ekki svara því hvort hann teldi sérstakan saksóknara hafa farið of hart fram í málinu.

Sigurður hefur dvalið í Englandi að undanförnu en hann var eftirlýstur af Interpol vegna rannsóknar sérstaks saksóknara. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn í vor auk fleiri lykilstarfsmanna Kaupþings. Hreiðar sat þá í gæsluvarðhaldi í rúma viku. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti en hann neitaði að koma til landsins.




Tengdar fréttir

Sigurður segist vera með hreina samvisku

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, en hann kom til landsins frá Bretlandi síðdegis i gær.

Sigurður mætir til yfirheyrslu - myndskeið

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings mætti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í morgun. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanna á leið sinni til saksóknara og myndskeið af því má sjá hér.

Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×