Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Deutsche Bank

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Deutsche Bank úr Aa1 og niður í Aa3. Þar fyrir utan hefur Moody´s lækkað matið á fjárhagslegum styrk bankans úr B og niður í C+.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni gerir Ronald Weichert talsmaður Deutsche Bank lítið úr þessari lækkun. Hann segir að lækkunin muni ekki hafa nein efnisleg áhrif á starfsemi bankans.

Ástæðan sem Moody´s gefur fyrir lækkuninni er hversu háður bankinn er orðinn tryggingadeild sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×