Innlent

Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár

Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár.

Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að Catalina hefur áður verið sakfelld fyrir að hafa atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skreið og staðið að innflutningi á töluverðu magni af hættulegum fíkniefnum. Þar segir einnig að brotavilji hennar var einbeittur.

Catalina var sýknuð af því að hafa flutt stúlku nauðuga til landsins og neytt hana til að stunda vændi fyrir sig. Einkaréttarkröfu hennar var því vísað frá dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×