Marinó G. Njálsson: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja“ Valur Grettisson skrifar 19. nóvember 2010 09:48 Marinó G. Njálsson. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: „Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar skuldir séu söluvara. Hafa þeir ákveðið, þrátt fyrir óskir um hið gagnstæða, að birta frétt um skuldastöðu mína og konu minnar í næsta tölublaði." Þess má geta að Fréttatíminn birti ekki frétt um skuldastöðu Marinós, heldur greindi blaðið frá því að það hefði lagt fram fyrirspurnir um stöðuna. Aðspurður hvort Marinó finnist óeðlilegt af fréttamönnum að spyrja um skuldastöðu hans svarar Marínó: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja." Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað að fela svaraði hann því til að spurning fréttamanns Vísis væri komin á sömu slóðir og Fréttatímans. Hann svaraði hinsvegar að lokum: „Auðvitað hef ég ekkert að fela og það skiptir ekki máli. Þetta eru mínar prívat skuldir og mitt prívat líf." Marinó staðfesti hinsvegar í samtali við Vísi að hann myndi halda áfram að sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin en sjálfur var hann á leiðinni á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis þegar við hann var rætt. Tengdar fréttir Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: „Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar skuldir séu söluvara. Hafa þeir ákveðið, þrátt fyrir óskir um hið gagnstæða, að birta frétt um skuldastöðu mína og konu minnar í næsta tölublaði." Þess má geta að Fréttatíminn birti ekki frétt um skuldastöðu Marinós, heldur greindi blaðið frá því að það hefði lagt fram fyrirspurnir um stöðuna. Aðspurður hvort Marinó finnist óeðlilegt af fréttamönnum að spyrja um skuldastöðu hans svarar Marínó: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja." Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað að fela svaraði hann því til að spurning fréttamanns Vísis væri komin á sömu slóðir og Fréttatímans. Hann svaraði hinsvegar að lokum: „Auðvitað hef ég ekkert að fela og það skiptir ekki máli. Þetta eru mínar prívat skuldir og mitt prívat líf." Marinó staðfesti hinsvegar í samtali við Vísi að hann myndi halda áfram að sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin en sjálfur var hann á leiðinni á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis þegar við hann var rætt.
Tengdar fréttir Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32