Viðskipti innlent

Landsbankinn eignast Icelandic Group

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur segir Vestia vera gríðarlega þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. Mynd/ pjetur.
Ásmundur segir Vestia vera gríðarlega þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. Mynd/ pjetur.
Eignarhaldsfélagið Vestia ehf., dótturfyrirtæki Landsbankans, hefur tekið yfir eignarhald á móðurfélagi Icelandic Group.

Í frétt á vef Vestia kemur fram að tilfærsla eignarhaldsins sé unnin í góðu samráði og samstarfi við fyrri eigendur félagsins. Þessi breyting muni ekki hafa nein áhrif á stefnu eða daglegan rekstur Icelandic Group, heldur muni hún verða til að styðja yfirstjórn félagsins og renna frekari stoðum undir þau verðmæti sem í rekstri félagsins felist.

Vestia segir að Icelandic Group standi nú fjárhagslega styrkum fótum, en verulegur viðsnúningur hafi orðið í rekstri þess á undanförnum 18 mánuðum, eða frá því að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins hófst í október 2008.

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Fréttablaðið í janúar að Icelandic Group væri gríðarlega þjóðhagslega mikilvægt enda fari um 35 prósent af útflutningi sjávarafurða í gegnum fyrirtækið. Gjaldþrot þess hefði verið meiriháttar áfall fyrir sjávarútveginn á sama tíma og efnahagslífið var í uppnámi, að sögn Ásmundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×