Enski boltinn

Wenger hættir þegar hungrið hverfur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á líklega nóg eftir í boltanum. Sjálfur segist hann ekki hafa neinn áhuga á því að hætta fyrr en honum verði sama um leikinn.

Miðað við viðbrögð Wenger eftir leiki í dag er honum allt annað en sama um leikinn. Hann er ástríðufullur, fúll eftir tapleiki og fullur af tilfinningum.

"Dagurinn sem ég hætti að standa á sama um úrslit leikja er dagurinn sem ég hætti. Ég vil að þetta lið mitt vinni titla því ég trúi á það. Ég finn hungrið hjá leikmönnum og ég vil aðstoða þá við að vinna," sagði Wenger.

"Ég geri lítið úr því að hugsa um eigin ímynd. Knattspyrnufélagið Arsenal skiptir mig meira máli en mín ímynd. Ég vil að stuðningsmenn Arsenal séu hamingjusamir.

"Ég reyni að færa þeim þessa hamingju. Að sjálfsögðu hef ég mitt stolt. Ég vil alltaf ná hámarksárangri og held ekki að það muni breytast í bráð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×