Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu 28. desember 2010 12:21 Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. Völvan er sum sé ekki ýkja bjartsýn á þjóðfélagsástandið á næsta ári. Hún virðist telja að skammt sé í að núverandi ríkisstjórn spryngi - en þá taki við einhvers konar þjóðstjórn eða samsteypustjórn. Völvan sér hins vegar ekki að henni gangi nokkuð betur. Svo kveðst hún sjá mikla byltingu, óeirðir og læti. Fólk sem ekki hafi mótmælt áður fari að láta í sér heyra. Hún sér þó ekki skrílslæti heldur eðlileg mótmæli þeirra sem séu búnir að fá sig fullsadda af ástandinu. Orðrétt bætir hún við að ekki virðist mega höggva nærri aðalmeininu, nú sé verið að hjálpa stóreignafólki og fyrirtækjum en skuldsetja almúgann enn meira. Þess vegna rísi fólkið upp og geri byltingu. Yfirgengileg skattheimta verði líka ein ástæða þess að fólk sætti sig ekki við ástandið. Lágmarkslaun séu alltof lág og fjöldi fólks kjósi heldur að vera áfram atvinnulaus. Hún finnur ekki fyrir jafnvægi í þjóðfélaginu fyrr en árið 2012 - þó verði einhver uppbygging á komandi ári þrátt fyrir sterk niðurrifsöfl. Hún spáir einnig átökum og innanflokksdeilum hjá öllum fjórflokknum. Hreyfingin eigi eftir að fjara út en nýtt framboð komi fram, framboð fólksins. Þá spáir völvan því að Lilja Mósesdóttir, sem enn er í Vinstri grænum, verði með í þessu nýja stjórnmálaafli. Og tíma Jóhönnu Sigurðardóttur lýkur - hún hrökklist frá völdum En sums staðar í spánni örlar á eilítilli bjartsýni. Hún spáir því meðal annars að miklir peningar eigi eftir að finnast, peningar faldir á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður. Sá fjársjóðsfundur verði algjör sprengja framan í almenning, og peningarnir séu nær en við höldum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. Völvan er sum sé ekki ýkja bjartsýn á þjóðfélagsástandið á næsta ári. Hún virðist telja að skammt sé í að núverandi ríkisstjórn spryngi - en þá taki við einhvers konar þjóðstjórn eða samsteypustjórn. Völvan sér hins vegar ekki að henni gangi nokkuð betur. Svo kveðst hún sjá mikla byltingu, óeirðir og læti. Fólk sem ekki hafi mótmælt áður fari að láta í sér heyra. Hún sér þó ekki skrílslæti heldur eðlileg mótmæli þeirra sem séu búnir að fá sig fullsadda af ástandinu. Orðrétt bætir hún við að ekki virðist mega höggva nærri aðalmeininu, nú sé verið að hjálpa stóreignafólki og fyrirtækjum en skuldsetja almúgann enn meira. Þess vegna rísi fólkið upp og geri byltingu. Yfirgengileg skattheimta verði líka ein ástæða þess að fólk sætti sig ekki við ástandið. Lágmarkslaun séu alltof lág og fjöldi fólks kjósi heldur að vera áfram atvinnulaus. Hún finnur ekki fyrir jafnvægi í þjóðfélaginu fyrr en árið 2012 - þó verði einhver uppbygging á komandi ári þrátt fyrir sterk niðurrifsöfl. Hún spáir einnig átökum og innanflokksdeilum hjá öllum fjórflokknum. Hreyfingin eigi eftir að fjara út en nýtt framboð komi fram, framboð fólksins. Þá spáir völvan því að Lilja Mósesdóttir, sem enn er í Vinstri grænum, verði með í þessu nýja stjórnmálaafli. Og tíma Jóhönnu Sigurðardóttur lýkur - hún hrökklist frá völdum En sums staðar í spánni örlar á eilítilli bjartsýni. Hún spáir því meðal annars að miklir peningar eigi eftir að finnast, peningar faldir á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður. Sá fjársjóðsfundur verði algjör sprengja framan í almenning, og peningarnir séu nær en við höldum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira