Fótbolti

Palacios tæpur fyrir HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilson Palacios í leik með Tottenham.
Wilson Palacios í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Landslið Hondúras varð fyrir miklu áfalli í gær er Wilson Palacios, leikmaður Tottenham, meiddist í æfingaleik liðsins gegn Rúmeníu.

Palacios er lykilmaður í liði Hondúras en hann hlaut meiðsli á sköflungi í leiknum í gær og þurfti að bera hann af vellinum.

Læknir liðsins vildi ekkert segja um meiðslin að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×