Innlent

Sigurður yfirheyrður af þremur starfsmönnum í einu

Sigurður mætti klukkan níu til Sérstaks saksóknara þar sem verður yfirheyrður í dag.
Sigurður mætti klukkan níu til Sérstaks saksóknara þar sem verður yfirheyrður í dag.
„Ég geri nú ráð fyrir því að hann hafi gert það,“ segir Ólafur Þór Hauksson Sérstakur saksóknari aðspurður hvort að Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, hafi mætt til yfirheyrslu klukkan níu í morgun.

Yfirheyrslurnar yfir Sigurði stóðu í sjö klukkutíma í gær en Ólafur segir ómögulegt að segja til um það hvort að yfirheyrslurnar verði jafn lengi í dag. „Það fer bara eftir því hvernig þetta gengur."

Ágætis framvinda er í rannsókninni en Ólafur segist lítið geta gefið upp hvað fer þar fram. „Það hefur verið góður gangur í þessu sem gefur vísbendingar um hvernig þetta fer fram." Ólafur segir að þrír starfsmenn Sérstaks saksóknara yfirheyri Sigurð í senn. „Ég get ekkert farið nánar í það en það koma þrír starfsmenn að þessu hér."






Tengdar fréttir

Sigurður Einarsson yfirheyrður í sjö klukkutíma

Yfirheyrslum yfir Sigurður Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, verður fram haldið í dag. Sigurður mætti til yfirheyrslu klukkan níu í gærmorgun til Sérstaks saksóknara og ræddi hann við menn þar á bæ í sjö klukkutíma.

Enginn sérsamningur við Sigurð Einarsson

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var eftirlýstur af Interpol frá 11. maí síðastliðnum og þar til í gær en þá var handtökuskipunin tekin út af vefsíðu Interpol. Hann hafði ekki sinnt kvaðningu sérstaks saksóknara um að mæta í yfirheyrslur.

Sigurður enn í yfirheyrslum

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er enn í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara samkvæmt upplýsingum Vísis. Þar hefur hann verið frá því klukkan níu í morgun, en tveggja klukkustunda langt hlé var tekið á yfirheyrslum í hádeginu.

Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag.

Sigurður Einarsson kominn til landsins

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×