Skoðun

Aukin tengsl milli þjóðar, þings og framkvæmdavalds

Kolbrún Baldursdóttir skrifar
Að auka tengsl milli þjóðar og þings verður vonandi eitt af því sem endurbætt stjórnarskrá mun færa þjóðinni. Þjóðin á rétt á að vera í nánum tengslum við kjörna fulltrúa þannig að fólkið í landinu finni og upplifi ávallt að þeir eru að vinna með og að hagsmunaheill þess. Þingmenn mega aldrei gleyma því að þeir eru þjónar þegna þessa lands.

Auka þarf tengsl og bæta samskiptahætti þings og framkvæmdavalds ef framkvæmdavaldið á að geta unnið fyrir þjóðina með vitrænum hætti. Þetta má e.t.v. setja inn í stjórnarskrá með ákvæði um skýra verkaskiptingu milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds, með lifandi og virkum ákvæðum í stjórnarskrá.

Framkvæmdavaldið eitt og sér á ekki undir neinum kringumstæðum að geta tekið ákvarðanir um málefni er varðar almannaheill, auðlindir þjóðarinnar eða eitthvað er varðar stöðu ríkisins meðal annarra þjóða án þess að löggjafarvaldið hafi verið upplýst um allar hliðar málsins og fái þannig tækifæri til að taka afstöðu til mála. Markmiðið er að stjórnkerfið verði virkara, boðleiðir frá þjóð til valdhafa stuttar og skilvirkar og að valdhafar missi aldrei sjónar af því að þeir eru að vinna fyrir þjóðina.








Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×