„…tillit til sérstöðu Íslands og væntinga…“ Össur Skarphéðinsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við erum gæfusöm þjóð í gjöfulu landi. Á hverjum degi gefur Ísland okkur hreint vatn, græna orku, ferskan fisk og landbúnaðarafurðir í hæsta gæðaflokki. Auðlindir til lands og sjávar héldu lífinu í okkur gegnum aldirnar. Á tuttugustu öldinni lærðum við að nýta þær á sjálfbæran hátt og byggðum upp þróttmikið atvinnulíf. Skynsamleg og sjálfbær nýting auðlinda lands og sjávar, auk mannauðsins sem býr í okkur sjálfum, er lykillinn að framtíð Íslands. Efasemdarmenn í Evrópumálunum hafa fullyrt að aðild að Evrópusambandinu fæli í sér afsal auðlinda, og að forræði yfir eigin auðlindum myndi færast til Brussel. Ekkert er fjarri sanni. Af hverju fullyrði ég það? Í fyrsta lagi eru lög Evrópusambandsins einkar skýr þegar kemur að auðlindum. Þar segir að eignarhald á t.d. vatns- og orkuauðlindum séu að fullu á forræði aðildarríkjanna. Þetta var undirstrikað í skriflegri yfirlýsingu sem Ísland lagði fram við upphaf samningaviðræðnanna í júlí sl. Þar segir orðrétt: „ESB getur ekki undir neinum kringumstæðum ákvarðað eignarhald á þessum auðlindum eða nýtingu þeirra umfram það sem er kveðið á um í umhverfisverndarreglum á hverjum tíma.“ Þetta er óumdeilanleg staðreynd og allt tal um afsal orku- eða vatnsauðlinda því orðin tóm. Í öðru lagi þarf einungis að líta til reynslu annarra ríkja sem gengið hafa í ESB. Misstu Finnar yfirráðin yfir sinni miklu náttúruauðlind, skógunum? Nei. Misstu Bretar eða Hollendingar yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó? Nei. Hefur ESB sölsað undir sig jarðvarmaauðlindir Ítala, Ungverja og Þjóðverja? Enn er svarið nei. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp orð græningjans og Evrópuþingmannsins Evu Joly, sem sagði afdráttarlaust að reglur Evrópusambandsins tryggðu Íslendingum auðlindir sínar. Staðreyndin er sú að það er vitaskuld ekki markmið Evrópusambandsins að sölsa undir sig auðlindir Íslands, eða aðildarríkja sinna, og koma íbúum þeirra á vonarvöl. Evrópusamvinnan grundvallast á sameiginlegum hagsmunum, en ekki því að hinir sterku hafi hina veiku undir í baráttu um auðlindir. Kenningin um að Ísland sé í umsátri Evrópusambandsins á ekki við rök að styðjast, og gildir einu hversu oft hún er endurtekin. Ísland hefur meiri sérstöðu í sjávarútvegi en nokkur Evrópuþjóð. Hún felst meðal annars í afar þungu efnahagslegu mikilvægi greinarinnar fyrir Ísland, og þeirri staðreynd að efnahagslögsaga okkar liggur ekki að lögsögu neins af ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli sérstöðunnar mun samningasveit okkar leggja höfuðáherslu á að hagsmunir Íslendinga sem sjávarútvegsþjóðar verði í gadda slegnir í aðildarviðræðunum. Efalítið verða samningarnir um sjó erfiðastir. Menn ættu þá ekki að gleyma, að af Íslands hálfu fer saman traustur faglegur undirbúningur og festa þjóðar sem hefur gríðarmikla reynslu af erfiðum fiskveiðisamningum. Gleymum því heldur ekki að Evrópusambandið hefur í fyrri stækkunarlotum sýnt vilja í verki til að koma til móts við sérstöðu nýrra aðildarríkja. Sambandið hefur nálgast þau með því sem Stefán Fule stækkunarstjóri lýsti fyrir skömmu í Fréttablaðinu sem „opnum huga og jákvæðni að lausnum…“ Í því samhengi er rétt að minna sérstaklega á þau orð stækkunarstjórans af sama tilefni, að Evrópusambandið myndi „…taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga“.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun