Framtíð Heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2010 10:45 Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun