Þórunn Sveinbjarnardóttir: Akstur í boði SORPU Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. apríl 2010 06:00 Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar