Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir 3. desember 2010 04:30 innbrotsþjófar Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra mannaferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrotsþjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamlegar mannaferðir og athæfi séu annars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grunsamlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um gluggann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús.Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist númerið vera á sendibíl sem var á ferðinni með mikið af þýfi úr íbúðarhúsinu." Þá segir Geir Jón almenning hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála," undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að aukast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það." Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skilað. Fólk sé því upplýst um að varslan beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira