Oddviti VG: Könnunin gefur okkur byr í seglin 29. apríl 2010 10:51 Guðrún sést hér með flokksformanninum Steingrími J. Sigfússyni. „Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt henni missir Samfylkingin meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi flokkurinn tapa tveimur bæjarfulltrúum. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. „Þetta er mjög gleðileg mæling, en þetta er auðvitað bara skoðanakönnun og það verður að hafa það í huga. Auk þess gaf meira en helmingur ekki upp afstöðu sína,“ segir Guðrún. Útilokar ekki neitt Samkvæmt könnunni gætu Sjálfstæðisflokkur og VG myndað meirihluta. Guðrún segir mikilvægt að enginn flokkur geti gengið að því vísu að vera í meirihluta. Samvinna við stjórn bæjarfélaga skipti miklu máli. „Við útilokum ekkert. Hins vegar höfum við ákveðna hugmyndafræði sem við vinnum auðvitað samkvæmt og það verður að koma í ljós hvaða flokkur er tilbúin að vinna með okkur í þeim málum,“ segir Guðrún aðspurð hvort henni hugnast frekar að starfa með Samfylkingu heldur en Sjálfstæðisflokki eftir komandi kosningar. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 29. apríl 2010 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ekki fast í hendi en þetta yrði mjög gleðileg niðurstaða og við kæmumst í lykilstöðu. Þessi könnun gefur okkur byr í seglin,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði, um skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt henni missir Samfylkingin meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi flokkurinn tapa tveimur bæjarfulltrúum. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. „Þetta er mjög gleðileg mæling, en þetta er auðvitað bara skoðanakönnun og það verður að hafa það í huga. Auk þess gaf meira en helmingur ekki upp afstöðu sína,“ segir Guðrún. Útilokar ekki neitt Samkvæmt könnunni gætu Sjálfstæðisflokkur og VG myndað meirihluta. Guðrún segir mikilvægt að enginn flokkur geti gengið að því vísu að vera í meirihluta. Samvinna við stjórn bæjarfélaga skipti miklu máli. „Við útilokum ekkert. Hins vegar höfum við ákveðna hugmyndafræði sem við vinnum auðvitað samkvæmt og það verður að koma í ljós hvaða flokkur er tilbúin að vinna með okkur í þeim málum,“ segir Guðrún aðspurð hvort henni hugnast frekar að starfa með Samfylkingu heldur en Sjálfstæðisflokki eftir komandi kosningar.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 29. apríl 2010 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 29. apríl 2010 06:45