Fótbolti

Malaví skellti HM-liði Alsíringa með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Malaví og Alsír í dag.
Frá leik Malaví og Alsír í dag. Mynd/AFP
Afríkukeppnin í fótbolta er komin í gang og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leik dagsins þegar Malaví vann 3-0 sigur á Alsír. Alsírngar eru á leiðinni á HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir eru í riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Slóveníu.

Tvö af mörkum Malaví komu í fyrri hálfleik og það þriðja skoraði liðið í upphafi seinni hálfleiks. Mörk liðsins skoruðu þeir Mwafulirwa (17. mínúta), Kafoteka (35. mínúta) og Banda (49. mínútu).

Malaví er aðeins í 99. sæti á Styrkleikalista FIFA eða sjö sætum neðar en Ísland og stór hluti liðsins spilar í b-deildinni í Suður-Afríku. Alsír er 63 sætum ofar en Malaví eða í 26. sæti.

Angóla og Malí gerðu 4-4 jafntefli í gær í hinum leik fyrstu umferðar í þessum riðli sem þýðir að Malaví er þegar komið með tveggja stiga forskot á næstu lið í riðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×