Innlent

Marinó Njálsson: Ekki verða allir sáttir

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.
Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Það er ljóst að það verður engin ein leið sem hentar öllum," segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Ekki verði allir sáttir við niðurstöðu sérfræðingahóps á vegum ríkisstjórnarinnar.

Stefnt er að því að hópurinn kynni eftir helgi útreikninga sína og aðrar niðurstöður sem tengist skuldavanda heimilanna. Hópnum var falið að skoða tilteknar leiðir og tillögur sem komið hafa fram, reikna út kostnaðinn við þær og meta hvort og hve raunhæfar þær væru. Stjórnvöld hyggjast taka ákvarðanir um framhaldið á grundvelli niðurstaðnanna.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sérfræðingahópurinn hafi skoðað tíu leiðir til að mæta skuldavanda heimilanna vegna fasteignalána. Vaxtalækkun, vaxtabótahækkun og flöt niðurfærsla eru meðal þess sem skoðað var.

Marinó á sæti í hópnum. Hann vill lítið sjá sig þær leiðir sem hafa verið til skoðunar og væntanlega niðurstöðu sérfræðingahópsins. „Þetta kemur betur í ljós eftir morgundaginn. Það er verið að vinna í skýrslunni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×