Enski boltinn

Manchester City ætlar að ná í Mark Van Bommel í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark van Bommel.
Mark van Bommel. Mynd/AFP
Hollenska blaðið Voetbal International hefur heimildir fyrir því að Manchester City sé á höttunum á eftir hollenska miðjumanninum Mark van Bommel sem hefur spilað síðustu árin með þýska liðinu Bayern Munchen.

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sér fyrir sér að hinn 33 ára gamli varnartengiliður geti hjálpað hans liði en van Bommel kom til Bayern frá Barcelona sumarið 2006.

Van Bommel var lykilmaður í hollenska landsliðinu sem komst alla leið í úrslitaleik HM síðasta sumar. Samingur van Bommel við Bayern er að renna út í sumar og því gæti hann farið til Manchester City á frjálsri sölu.

Manchester City er ekki eina liði sem hefur áhuga á Van Bommel því hann hefur verið orðaður við æskufélagið sitt PSV Eindhoven og þá er einnig orðrómur um að Tottenham vilji fá hann til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×