Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 21. október 2010 06:00 Morgunblaðið Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira