Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2010 18:30 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira