Katrín Jónsdóttir, fyrirliði nýrkrýndra bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, mun hugsanlega ekki spila fleiri leiki á tímabilinu og missa þar af leiðandi af landsleiknum mikilvæga á móti Frökkum á laugardaginn.
Valsmenn óttast að Katrín sé með slitið liðband í ökkla en hún meiddist illa í fyrri hálfleik á bikarúrslitaleiknum í gær. Katrín spilaði í hálftíma eftir hún meiddist en var augljóslega sárþjáð.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, valdi Katrínu í dag í landsliðshópinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistum en það kemur ekki ljós fyrr en seinna í dag hversu alvarleg meiðslin eru þegar Katrín fer í myndatöku.
Katrín hefur leikið hundrað landsleiki og séu meiðslin eins slæm og óttast er gæti svo farið að hún spilaði ekki fleiri leiki fyrir íslenska landsliðið.
Óttast að Katrín landsliðsfyrirliði sé með slitið liðband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

