EM: Svartfellingar lögðu heimsmeistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 7. desember 2010 18:47 Bojana Popovic fagnar einu níu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn