Enski boltinn

Alex frá í tvo mánuði - Terry byrjar í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíski varnarmaðurinn hjá Chelsea, Alex, mun ekki spila með liðinu næstu tvo mánuði eftir að hafa lagst undir hnífinn vegna hnémeiðsla.

"Það þurfti að fara í þessa aðgerð. Það mun taka hann 6-8 vikur að jafna sig," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.

Góðu tíðindin fyrir Chelsea eru þau að John Terry snýr til baka gegn Everton í dag.

"Hann hefur æft af fullum krafti og líður vel. Það er ekkert vandamál hjá honum. Hann mun byrja leikinn. Það skiptir okkur miklu máli að fá John til baka því hann er fyrirliðinn okkar og sterkur persónuleiki," sagði Ancelotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×