Akranes braut lög með samningi við son forseta bæjarstjórnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2010 12:00 Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Akraneskaupstaður braut lög þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtæki sem er stýrt af syni Gunnars. Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála. Akraneskaupstaður ákvað á síðasta ári að framlengja samning við tölvupþjónustuna SecurStore um kaup á þjónustu fyrir sveitarfélagið til átján mánaða. Um er að ræða ráðgjöf og hýsingu, afritun og rekstur á internetgátt og hugbúnaði og fleira. Mál þetta olli nokkru fjaðrafoki þar sem Securstore er stýrt af og er að hluta í eigu Arnars Gunnarssonar, en hann er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness. Meðal annarra hluthafa er Sjávarsýn ehf., félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Fyrirtækið Omnis, samkeppnisaðili SecurStore, kærði þessa ákvörðun bæjarstjórnar Akraness til kærunefndar útboðsmála. Akranes veitti misvísandi upplýsingar um fjárhæðir þær sem greiddar voru fyrir þjónustu Securstore og telur Omnis að þær geti numið allt að 45 milljónum króna vegna síðastliðinna þriggja ára. Því er hins vegar slegið föstu í úrskurði nefndarinnar að greiddar hafi verið 25 milljónir króna á árinu 2008 en bærinn telur að hluti greiðslnanna sé vegna verkefna sem ekki var skylt að bjóða út. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að bæjarstjórn Akraness hafi ekki farið að lögum um opinber innkaup og EES-reglum þegar samið var við Securstore án útboðs. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er hins vegar ekki hægt að fella samning úr gildi, eftir bindandi samningur er kominn á skilningi laganna, þótt gerð hans hafi verið ólögmæt. Kærunefnd getur því ekki úrskurðað samninginn við Securstore ólögmætan og fellt hann úr gildi þrátt fyrir að ólöglega hafi verið staðið að gerð hans. Halldór Jónsson, fjármálastjóri Omnnis, sem kvartaði til kærunefndar útboðsmála vegna málsins, segir að sér finnist dapurlegt að sæta því að ólöglega hafi verið staðið að gerð samningsins en engin úrræði séu til staðar. Því sé þetta fyrst og fremst spurning um siðferði sveitarstjórnarmanna á Akranesi í framhaldinu, hvort þeir vilji halda áfram að efna þennan ólöglega samning. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála. Akraneskaupstaður ákvað á síðasta ári að framlengja samning við tölvupþjónustuna SecurStore um kaup á þjónustu fyrir sveitarfélagið til átján mánaða. Um er að ræða ráðgjöf og hýsingu, afritun og rekstur á internetgátt og hugbúnaði og fleira. Mál þetta olli nokkru fjaðrafoki þar sem Securstore er stýrt af og er að hluta í eigu Arnars Gunnarssonar, en hann er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness. Meðal annarra hluthafa er Sjávarsýn ehf., félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Fyrirtækið Omnis, samkeppnisaðili SecurStore, kærði þessa ákvörðun bæjarstjórnar Akraness til kærunefndar útboðsmála. Akranes veitti misvísandi upplýsingar um fjárhæðir þær sem greiddar voru fyrir þjónustu Securstore og telur Omnis að þær geti numið allt að 45 milljónum króna vegna síðastliðinna þriggja ára. Því er hins vegar slegið föstu í úrskurði nefndarinnar að greiddar hafi verið 25 milljónir króna á árinu 2008 en bærinn telur að hluti greiðslnanna sé vegna verkefna sem ekki var skylt að bjóða út. Í niðurstöðu kærunefndarinnar segir að bæjarstjórn Akraness hafi ekki farið að lögum um opinber innkaup og EES-reglum þegar samið var við Securstore án útboðs. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er hins vegar ekki hægt að fella samning úr gildi, eftir bindandi samningur er kominn á skilningi laganna, þótt gerð hans hafi verið ólögmæt. Kærunefnd getur því ekki úrskurðað samninginn við Securstore ólögmætan og fellt hann úr gildi þrátt fyrir að ólöglega hafi verið staðið að gerð hans. Halldór Jónsson, fjármálastjóri Omnnis, sem kvartaði til kærunefndar útboðsmála vegna málsins, segir að sér finnist dapurlegt að sæta því að ólöglega hafi verið staðið að gerð samningsins en engin úrræði séu til staðar. Því sé þetta fyrst og fremst spurning um siðferði sveitarstjórnarmanna á Akranesi í framhaldinu, hvort þeir vilji halda áfram að efna þennan ólöglega samning.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira