Viðskipti innlent

Lög um ábyrgðamenn andstæð stjórnarskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vestmannaeyjar. Mynd/ Óskar Friðriksson.
Vestmannaeyjar. Mynd/ Óskar Friðriksson.

Héraðsdómur Suðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum. Sjóðurinn taldi ákvæði í lögunum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur.

Konan, sem er 75% öryrki á fimmtugsaldri, fékk samþykkta greiðsluaðlögun í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust en hún skuldaði Sparisjóði Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum sem sett voru í fyrra eiga ábyrgðamenn fólks sem farið hefur í gegnum greiðsluaðlögun ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldir viðkomandi.

Þetta var Sparisjóður Vestmannaeyja ekki tilbúinn að fallast á og höfðaði mál gegn bróður og tæplega áttræðri móður konunnar sem gengust í ábyrgð fyrir skuldir hennar. Í dómnum kemur fram að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi talið að í lögum um greiðsluaðlögun fælust brot á jafnræðisreglu og meðalhófsreglu og geti löggjafinn ekki haggað við gagnkvæmum samningum nema í algjörum undantekningartilvikum. Héraðsdómur féllst á sjónarmið Sparisjóðsins.

Ábyrgðamennirnir þurfa því að greiða Sparisjóð Vestmannaeyja rúma eina milljón króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×