Innlent

Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn

Steingrímur Ari.
Steingrímur Ari.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Kornið sem fyllti mælinn hjá Steingrími Ara var fyrirvarinn sem Samson setti í tilboð sitt um mismunandi mat á útlánum bankans og hugsanlegar afskriftir sem kæmu mögulega til lækkunar á tilboðinu. „[M]ér fannst það ekki bara viðeigandi að ríkið sem minnihlutaaðili, auðvitað sem sagt ráðandi aðili en sem minnihlutaaðili í bankanum sko færi að veita mögulegum kaupanda aðgang að þessum upplýsingum, hugsið ykkur, þetta eru viðkvæmustu upplýsingar sem eru innan bankans, það er staða stórra aðila sem að mögulega þarf að afskrifa. Og hvers vegna? Vegna þess að menn höfðu ekki passað nógu vel upp á það o.s.frv. Þannig að mér fannst þetta í alla staði bara sem sagt fráleitt."

Þrátt fyrir andstöðuna við fyrirvarann var Steingrími Ara skýrt frá því að ákvörðun hefði verið tekin og farið yrði í viðræður við Samson eða engan. Í ofangreindri tilvitnun kemur fram að Samson hafi fengið viðkvæmar upplýsingar úr Landsbankanum áður en gengið var til samninga.

Steingrímur Ari er í dag forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×